Þetta humarsalat er sannkallað lúxussalat þegar við viljum gera sérlega vel við okkur. Ég gjörsamlega elska þetta salat og gæti borðað það í öll mál... en þið vitið, maður borðar víst ekki humar í öll mál :) Ég hvet ykkur til þess að prófa það og þá sér í lagi ef þið eigið von á góðum gestum, þá er bókað mál að þið sláið í gegn.
Humarsalat með mangósósu og ristuðum furuhnetum
Einföld matreiðsla
Áætlaður tími frá byrjun til enda: 40 mínútur
Fyrir 3-4
Áætlaður tími frá byrjun til enda: 40 mínútur
Fyrir 3-4
- Gott salat t.d. klettasalat og lambhagasalat
- 1 askja kirsuberjatómatar
- 1 askja jarðarber ca. 10 stk
- ½ melóna (má vera hvaða tegund sem er)
- 1 mangó
- ½ rauðlaukur
- ½ rauð paprika
- 600 g humar, skelflettur
- smjör
- ólífuolía
- 2 hvítlauksrif
- ½ chili
- 1 tsk fersk smátt söxuð steinselja
- 1 poki furuhnetur
Aðferð:
- Skerið öll hráefnin smátt niður og blandið saman í skál eða leggið á fat.
- Skolið humarinn vel og þerrið, steikið upp úr olíu og smjöri ásamt pressuðum hvítlauk, smátt skornu chili og ferskri steinselju.
- Steikið humarinn í 3 – 4 mínútur. Setjið humarinn þá strax yfir salatið.
- Sáldrið ristuðum furuhnetum yfir í lokin ásamt nokkrum skeiðum af sósunni.
Hvítlaukssósa með mangó
- 1 dós sýrður rjómi
- ½ mangó
- 2 msk majónes
- 1 hvítlauksrif
- ¼ rautt chili
- salt og pipar
- 1 tsk hunang
Aðferð:
- Setjið öll hráefni í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Gott er að kæla sósuna í hálftíma áður en þið berið hana fram.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.
No comments:
Post a Comment