Einföld og góð sjávarréttasúpa með tælensku yfirbragði er frábær mánudagsmatur.
Á morgun, þriðjudag ætla ég loksins að elda Mac'n Cheese í rjóma-beikonsósu. Já þetta er pasta og beikonvika, það hlýtur nú að mega?
Á miðvikudaginn ætla ég að gera einfalt og gott Sesar salat sem inniheldur kjúkling, beikon, stökka brauðteninga og ljúffenga salatsósu.
Á fimmtudaginn ætla ég að hafa þessar gómsætu sænsku kjötbollur sem slá alltaf í gegn og allir á heimilinu borða vel af. Ingibjörg Rósa mín elskar þessar með nóg af sósu.
Á föstudaginn ætla ég að hafa einn af mínum eftirlætis réttum, spaghetti Bolognese. Ljómandi góður réttur með góðu rauðvínsglasi.
Um helgina er tilvalið að skella í þessa æðislegu mexíkósku pizzu.
Tryllingslega gott karamellupæ er á bakstursplaninu mínu um helgina, ef bakstur má kalla. Einföld og syndsamlega góð.
Ég vona að þið hafið fengið hugmyndir að mat út vikuna.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.
No comments:
Post a Comment