Monday, June 20, 2011

Seattle

Eftir langt flug þá var þetta rúm ansi yndislegt.

Seattle

Áhöfnin að borða kvöldmat á Purple

Fallegt
Mmm. Þessi morgunmatur - spínatbaka, pönnsur og allt það óholla sem ég fann til.
Jógúrt, með múslí og ferskum jarðaberjum.. með pínu rjóma. Beisik!

Ég að vera fyndin með sjálfri mér. Denim all the way!

Mitt uppáhald og yndi. Capp og blueberry muffin!

Stutt stopp - en með ákveðinni snerpu er allt hægt!

Þessi markaður fór með mig. Ég vildi ekki fara heim - ég hefði getað verið þarna lengi og notið mín við smökkun og dúllerí.






Ég keypti mér ferska ávexti og hvítlaukspasta og tók með mér heim. Hlakka til að prufa þetta pasta.

í lokin... Mocha coconut Frapp. J - to the ummí

Ósofin en svo mikið að elska veðrið á klakanum

Fór á föstudaginn og kom heim í gær sunnudag. Tímamismunurinn er sjö tímar og því var lítið sofið - stutt stopp en mikið hægt að gera. Seattle er ansi heillandi og hlakka ég til þess að heimsækja þá borg aftur. Sérstaklega hlakka ég til þess að heimsækja markaðinn.

Þegar að við lentum í gærmorgun var sól og sumarblíða - ég fékk mér smá lúr, tímdi ekki að vera sofandi í góða veðrinu. Lá síðan úti á palli í góðu yfirlæti og það var verulega næs - næsta flug er þann 22 og svo er ég komin í frí þar til í júlí. Næsídæsí, eitt er víst að ég ætla að hafa það ákaflega huggulegt með vinum og famelíu í sumar.



2 comments:

  1. okei ég er svo öfundsjúk að ég dey! Finnst að við ættum að setja smá reglu á þig að þú kaupir alltaf e-ð fallegt handa okkur í H&M í leiðinni þegar þú ferð svona til þess að bæta upp þetta óréttlæti sem mér finnst ég vera að upplifa núna, okei? :) Annars ert þú alltaf jafn mikið yndi

    ReplyDelete