Október er mánuður Bleiku slaufunnar.
Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í báráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Árlegur meðafjöldi krabbameina hjá íslenskum konum er um 660.
Það er skylda okkar að styðja baráttuna gegn krabbameini hjá konum og vera með slaufuna sýnilega.
Það er of algengt að góð heilsa sé tekin sem sjálfgefinn hlutur. Maður á að þakka fyrir heilsuna hvern einasta dag. Ég hræðist fátt meira en krabbamein og mér finnst æ algengara að heyra af stúlkum á mínum aldri sem eru að greinast með krabbamein.
Ég hef alltaf verið mjög meðvituð um krabbamein og er líklega meira á tánum gagnvart því en gengur og gerist, ég er líka mjög lífhrædd en það er nú önnur saga. Mamma mín greindist með krabbamein þegar að hún var einungis 28 ára gömul. Þriggja barna móðir í blóma lífsins, eldri systir mín var 10 ára, ég var einungis tveggja ára gömul og litli bróðir minn árinu yngri. Þökk sé frábærum læknum og duglegri mömmu þá sigraði hún meinið. Ég þakka svo sannarlega fyrir það, hún er algjörlega mín hetja.
Ég þakka fyrir tæknina, fólkið í heilbrigðisgeiranum og þær rannsóknir sem gerðar eru til þess að finna lækningu við krabbameini. Það er margt sem við getum gert til þess að styðja við baráttuna gegn krabbameini, Bleika slaufan er ein leið til þess. Þessi helgi er síðasta söluhelgi Bleiku slaufunnar svo ef þú átt eftir að kaupa þá hvet ég þig til þess að stökkva út og næla þér í eina slaufu.
Hér finnur þú frekari upplýsingar um Bleiku slaufuna.
Sunnudagsbaksturinn var því helgaður Bleiku slaufunni.
Vanillubollakökur með hvítu súkkulaði
250 g Sykur
140 g Smjör
2 Egg
250 gHveiti
1 1/2 msk. Vanilla Extract
1 tsk. Lyftiduft
70 g hvítt súkkulaði, smátt saxað
3 msk. Mjólk
Þeytið saman smjör og sykur í þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli.
Sigtið saman hveiti og lyftiduft amk. þrisvar sinnum. Bætið hveitiblöndunni, vanilla og mjólkinni saman við og blandið mjög vel saman í nokkrar mínútur þar til blandan verður orðin silkimjúk. Að lokum bætið þið hvíta súkkulaði saman við með sleif.
Setjið í bollaköku form og inn í ofn við 180°C í 20 - 25 mín.
Kælið kökurnar vel áður en þið setjið á þær krem.
Uppáhalds kremið mitt er smjörkrem með hvítu súkkulaði. Það hentar afar vel með ansi einföldum vanillukökum. Þið getið auðvitað notað hvaða krem sem er, súkkulaðikrem er líka ansi gott á kökurnar.
Hvítt súkkulaðikrem
230 g smjör, við stofuhita
4 dl flórsykur
200 g hvítt súkkulaði, brætt.
2 tsk vanilla extract
Þeytið flórsykur og smjör vel saman í nokkrar mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og bætið við smjörkremið. Að lokum bætið þið vanillu saman við og hrærið vel í nokkrar mínútur, þar til kremið verður létt og fínt.
Ég setti nokkra dropa af bleikum matarlit saman við kremið.
Ég bræddi hvítt súkkulaði og bætti smávegis af bleikum matarlit saman við, sprautaði síðan súkkulaðinu á bökunarpappír og bjó til bleika slaufu. Lét súkkulaðiskrautið standa inn í ísskáp í klukkustund áður en ég lét það á kökurnar.
Bleikar kökur sem voru svo sannarlega góðar með ískaldri mjólk.
Það er nauðsynlegt að vera meðvitaður um heilsuna. Að hugsa vel um líkama og sál.
Ég trúi því og treysti að við getum haft góð áhrif á okkar heilsu, við fáum einungis einn líkama til afnota á meðan að við erum hér og við þurfum að hugsa virkilega vel um hann.
Ég vona að þið eigið ljúfan sunnudag kæru vinir
xxx
Eva Laufey Kjaran
Yndisleg færsla!
ReplyDeletetakk fyrir frábært blogg. ég get ekki talið hversu margar uppskriftir ég hef prófað að baka og elda sem ég hef séð á síðunni þinni :) allt svo lystugt og girnilegt.
ReplyDeleteen ég er með eina spurningu. þegar þú talar um vanilla extract, hvar kaupiru það? og er það í fljótandi formi eða? ég á bara vanilludropa og vanillusykur og hef notast við það en langar að vita hver munurinn er og hvar sé hægt að kaupa svona. :)
Mikil ósköp sem ég er ánægð að heyra það kæri lesandi. En ég kaupi yfirleitt vanillu extract í Hagkaup. Það er alltaf til þar. Annars nota ég vanillusykur eða vanillustangir.
DeleteVanilla extract er búinn til með því að láta vanillustangir liggja í alkahóli og vatni í langan tíma. En vanilludropar eru einfaldlega bragðefni sem búið er til í verksmiðjum.
Ég finn afskaplega mikinn mun á kökunum mínum eftir að ég fór að nota extract. Það er mikið meira bragð, það er svolítið dýrara en gæðin eru þess virði. Maður þarf ekki eins mikið af dropum í hverja köku því vanillu bragðið er svo sterkt. Alvöru vanilla!
Mæli því hiklaust með extractinu. =)
Frábært færsla sem vekur mann til umhugsunar. Tek heilshugar undir hvert orð, falleg áminning í bland við girnilegar kökur!
ReplyDeleteMmmm, ekkert smá girnilegar og flottar hjá þér :)
ReplyDeletetakk kærlega fyrir þessar upplýsingar, ætla að baka þessar um helgina og kaupa extract :)
ReplyDeleteHalló allir, þetta er alvöru líf vitnisburður hvernig hampi olíu lækna krabbamein,
ReplyDeletehttp://ricksimpsonoilcurescancer.blogspot.de
takk