Kl .09.00 í morgun þá var ég búin að hella mér upp á gott kaffi og kveikja á nokkrum kertum.
Þegar að ég vaknaði þá leit ég út um gluggann og sá að veturinn er formlega kominn. Allt í snjó og leiðindaveður, eins og ég hef sagt áður þá er mér illa við snjóinn og vil helst ekkert að hann komi nema þá um sexleytið á aðfangadag.
Ég sumsé leit út á grasið sem er nú allt hvítt og leit svo á bílinn sem er enn á sumardekkjum.
Þvílík tilviljun að vera á sumardekkjum og snjór úti, skemmtilegt twist sem gleður.
Ég vona að þið eigið góðan dag og á eftir þá ætla ég að draga út heppinn vinningshafa í gjafaleiknum, fylgist endilega með.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Rosa kósý hjá þér í morgun. Ég elska snjóinn, en legg bílnum í dag og geng í vinnuna :)
ReplyDeleteVoða fínt að hafa kerti í marimekko skálunum, kemur vel út :)
Njóttu dagsins og hlakka til að sjá hver verður dreginn út í gjafaleiiknum í dag :)
Nei halló :) mikið hefur bæst í skálasafnið! Startaði ég trendi á vesturgötunni!?
ReplyDeleteKnús á þig, er einmitt sjálf á sumardekkjum, kvíði smá fyrir næstu ferð í sveitina :)
Takk fyrir þessa frábæru síðu. Finnst svo gaman að skoða hana, sjá allar fallegu myndirnar og prófa uppskriftirnar :)
ReplyDeleteMig langar svo að forvitnast hvar þú fékkst þennan fallega glerbakka. Hef verið að leita af fallegum glerbakka en aldrei fundið neinn sem mér líkar.
kv. Björg