Þessi vika leið nú ansi hratt enda var svolítið mikið að gera, þegar að ég kom heim úr skólanum þá langaði mig flesta daga í eitthvað ofureinfalt og fljótlegt. Þessi kjúklingaréttur er að mínu mati alltaf góður. Pasta, kjúklingur, fetaostur og kirsuberjatómatar saman í eitt. Útkoman verður dásamleg, veisla fyrir bragðlaukana ef svo má að orði komast.
Kjúklingur í pestósósu með Tagliatelle
- Uppskriftina af kjúkling í pestó finnið þið hér það eina sem ég breytti var að nota grænt pestó í stað þess að nota rautt pestó.
- Sjóðið tagliatelle samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
- Þegar kjúklingurinn er tilbúinn skerið hann í litla bita (ef þið viljið) blandið pestósósunni sem er í fatinu við Tagliatelle. Leggið Tagliatelle á disk, leggið kjúklinginn ofan á, skerið nokkra kirsuberjatómata og setjið saman við réttinn, ferskri steinselju er að lokum dreift yfir.
Ég hvet ykkur til þess að prufa réttinn. Einfaldur, fljótlegur og ótrúlega bragðmikill.
xxx
Eva Laufey Kjaran
No comments:
Post a Comment