Friday, October 26, 2012

Lífið á Instagram og uppskriftir í Morgunblaðinu


 1. Heitt súkkulaði með piparmyntu á Te&Kaffi. Dásemd í bolla. 2. Blingað sig upp 
 3. Bleikur Cappuccino                  4. Vinkonur á góðri stundu. 

 5. Hélt matarboð fyrir yndislegar vinkonur   6. Austurlensk matargleði með góðri vinkonu 
 7. Fallegar og ljúfar kökur                  8. Dóra landkönnuður 

Þessi vika hefur liðið svo ótrúlega hratt og það hefur verið mikið að gera í vikunni, það eru enn nokkur atriði sem ég ætlaði mér að klára svo ég eyði föstudagskvöldinu í lærdómsfjöri og uppskrifta dúlleríi. Ég ætla engu að síður að eiga deit með manni mínum, ég hef ekki borðað kvöldmat í vikunni að neinu viti heldur gripið eitthvað mér. Skyndibitafæði er í svo litlu uppáhaldi hjá mér svo í kvöld þá ætla ég að gera reglulega vel við mig í mat. Ég hlakka mikið til að borða eitthvað gott. 

Það fylgdi sérblað með Morgunblaðinu í dag, jólablað. Ég deildi nokkrum jóla uppskriftum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég er farin að hlakka ansi mikið til jólanna, en ég er þó ekki jafn spennt fyrir snjókomu. Ég þóttist sjá smá snjó í dag þegar að ég var á leiðinni í skólann.
Það leit ekki alveg nógu vel út. Snjórinn má koma á aðfangdag. :) 

Ég vona að þið eigið ljúft föstudagskvöld framundan og ég vona að þið eigið góða helgi.

P.S. ég minni ykkur á gjafaleikinn í færslunni hér fyrir neðan elsku vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment