Friday, May 17, 2013

Fimm dásamlegir réttir sem henta vel í Eurovision partíið. Áfram Ísland!

 Sweet chili ídýfan er alltaf rosalega góð og sérlega einföld, það sem þarf í þessa ídýfu er sýrður rjómi og sweet chili sósa. Magnið fer auðvitað eftir því hvað þið ætlið að bjóða mörgum í teitið, ég er yfirleitt með eina dós af sýrðum rjóma og sáldra vel af sósunni yfir. Dásamlega gott með Doritos. 

 Þessi sælgætiskaka er syndsamlega góð  og er af einföldustu gerð. Uppskriftin er hér. 

 Fersk og góð ídýfa sem slær alltaf í gegn. Uppskriftin er hér.

 Sumar í skál. Ég gerði þessa skál fyrir grillblað Gestgjafans í fyrra og hef gert hana margoft fyrir fjölskyldu og vini, á bara enga almennilega mynd. Þær eru svo dökkar sem ég á, þannig ég átti þessa mynd af blaðinu síðan í fyrra og hún fær að duga. Epla pæið er sömuleiðis dásamlegt og þið finnið uppskriftina hér. 

Þessi skál er algjört augnayndi á borði og algjört æði. Fátt betra en ferskir ávextir með súkkulaði. 

1 Banani
1 Vatnsmelóna
100 grömm vínber
8 - 10 jarðaber
2 Kíví
Ferskur ananas
Grillpinnar
100 grömm hvítt súkkulaði
100 grömm dökkt súkkulaði
Skerið ávextina smátt niður, raðið þeim á grillpinna. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir ávextina. Setjið inn í kæli í 20 - 30 mín. Skerið vatnsmelónu í tvennt og notið einn helming sem skál fyrir ávextina.
Stingið ávaxtapinnum í melónuskálina, skreytið að lokum skálina með alls konar ávöxtum og berjum. Dreifið að lokum smá flórsykri yfir skálina og njótið.

Ritz kex hjúpaður Camenbert, ég legg ekki meira á ykkur. Þetta er algjör sæla og uppskriftina finnið þið hér. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

1 comment:

  1. Ég var einmitt að kaupa allt í ricecrispieskökuna góðu í dag, sjúklega góð:) Hún slær eflaust í gegn á morgunn:)

    ReplyDelete