Sunday, November 27, 2011

27.11.11

Fyrsti í aðventu, yndislegt. Ég er að springa úr jólatilhlökkun, ég fékk mér "Jól í bolla" rétt áðan með lestrinum.

Heitt jólakakó. Sá þessa fínu kakóuppskrift um daginn hér og ég varð að prufa. Einfalt og dásamlegt með alvöru rjóma. Ég sauð mjólk með kanilstöngum og negulnöglum, sigtaði það síðan frá mjólkinni og bætti við nokkrum bitum af siríus suðusúkkulaði og einni tsk. af sykri.

Algjör jóladásemd!

5 comments:

  1. Neeeei nú kem ég askvaðandi!

    ReplyDelete
  2. Haha, fyndið að það komi gamla lénið, gagalaga (hvað var ég að spá) ... En þetta súkkulaði er alveg to die for =) Gangi þér vel með lesturinn.

    ReplyDelete
  3. hahahahah þar kom það...Ég spilaði með Hetti eitt sumar ;)
    kv Heiða Árna

    ReplyDelete
  4. Ástríður þetta er dásemd - ég er alltaf að stelast í þetta (Maður má allt í prófum) Gangi þér sömuleiðis ótrúlega vel.

    En gaman að heyra Heiða :)

    ReplyDelete