Saturday, November 12, 2011

Gott kökukrem.

Ég elska hvítt súkkulaði og ég elska smjörkrem, þegar að þessu er svo blandað saman verður úr því stórkostlegt krem. Ég sá uppskrift af þessu kremi á flakki mínu á internetinu, ást við fyrsta smakk. Þetta krem er agalega gott og ég nota það mjög mikið. 

  • 230 gr. Mjúkt smjör
  • 4 dl. Flórsykur
  • 200 gr. Hvítt súkkulaði (droparnir frá Nóa-Siríus )
  • 2 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
Flórsykrinum og smjörinu er blandað vel saman í nokkrar mínútur. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og síðan kælt í smá stund. Súkkulaðinu og vanillu extract er því næst bætt saman við blönduna og blandað varlega saman en mjög vel í 3-4 mínútur. 

Það er ansi skemmtilegt að bæta nokkrum dropum af matarlit saman við ef þið viljið litríkar kökur.

Mér finnst kremið dásamlegt, ég nota það nánast alltaf þegar ég er að baka. Mér finnst best að kæla kremið í ca. 20 mínútur áður en að ég nota það. 

                                                        






21 comments:

  1. Hvaða súkkulaði finnst þér best að nota?

    ReplyDelete
  2. Ég nota alltaf súkkulaðadropana frá Nóa-Siríus :)

    ReplyDelete
  3. Notarðu þetta krem á múffurnar? Verður það svona stíft?

    ReplyDelete
  4. Já ég nota þetta krem á múffur og kökur. Ég set kremið í kæli í minnsta kosti 20 mín áður en ég nota það, þá verður það orðið svolítið stíft.

    ReplyDelete
  5. Æði:) Mjög girnilegt :)

    ReplyDelete
  6. Er einmitt að prófa þessa akkúrat núna og þær heppnuðust rosalega vel hjá mér :) Æðislegar alveg hreint :)

    ReplyDelete
  7. Getur maður sprautað þessu á kökurnar daginn áður og geymt í kæli eða er best að setja þetta á samdægurs?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Já ég geri það oft og mér finnst það alveg jafn gott.:)

      Delete
  8. Er hægt að nota þetta krem í rósirnar með 2D stútnum eða er það of "þungt" út af súkkulaðinu?

    ReplyDelete
  9. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  10. Ég hef notað 2D stútinn og það heppnaðist mjög vel, kældi það bara áður, kom svona út https://fbcdn-sphotos-a.akamaihd.net/hphotos-ak-ash3/562958_10150656445435770_592630769_9742711_1013922555_n.jpg

    ReplyDelete
  11. Er ekki örugglega óhætt að setja matarlit útí kremið?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Heldur betur. Mér finnst mjög gaman að setja ýmsa liti saman við kremið :)

      Delete
  12. Þessi uppskrift er æði! Nýja uppáhalds kremið mitt;)

    ReplyDelete
  13. Ef þú gerir þessa uppskrift á gulrótarköku og bætir rjómaosti við hana, hvenær blandarðu rjómaostinum saman við? :)

    ReplyDelete
  14. Hefuru prófað að nota rjómaost og sprautað þannig kremi á köku?

    ReplyDelete
  15. Vá!! Takk fyrir að deila þessari krem-uppskrift, ég hef aldrei smakkað jafn gott krem...mmm

    ReplyDelete
  16. Má frysta þetta krem og virkar það undir fondant?

    ReplyDelete
  17. á að þeyta eggin og sykurinn í kökunni og smjörið og flórsykurinn í kreminu eða á hræra það ? :)

    ReplyDelete