Friday, November 4, 2011

Mömmudraumur


Þegar ég var yngri var þessi kaka í miklu uppáhaldi og það hefur ekki breyst. Mamma mín var mjög dugleg að baka og oftar en ekki beið þessi okkar þegar við komum heim úr skólanum. Kökuilmurinn sem tók á móti okkur var dásamlegur og það er fátt sem jafnast á við góðan kökuilm. Það kannast örugglega margir við þessa uppskrift enda vinsæl á mörgum heimilum, ég má til með að deila henni og ég vona að þið njótið vel. 

Mömmudraumur

150 g sykur
150 g púðursykur
130 g smjör
2 Brúnegg, við stofuhita
260 g Kornax hveiti
1 tsk matarsódi
1,5 tsk lyftiduft
salt á hnífsoddi
50 g kakó
2 dl mjólk

Aðferð:
 1. Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. 
 2. Bætið eggjum   saman við, einu í einu.
 3.  Blandið þurrefnum út í deigið ásamt mjólkinni.
 4.  Skiptið deiginu niður í tvö smurð hringlaga form og bakið við 180°C í 20 – 25 mínútur.


Súkkulaðikrem

500 g flórsyku
60 g kakó
1 Brúnegg
80 g smjör
1 tsk vanilla (extract eða dropar)
4 msk sterkt uppáhellt kaffi

Aðferð:
 1.   Bræðið smjör við vægan hita
 2.   Blandið öllu saman í hrærivélaskál og þeytið þar til kremið verður silkimjúkt og fallegt. 

Það er mjög mikilvægt að kæla kökubotnanna áður en þið smyrjið kreminu á milli botnanna og yfir alla kökuna. Skreytið gjarnan með kökuskrauti eða ferskum berjum.Kakan er alltaf jafn lövlí. Einföld og bragðgóð. 

7 comments:

 1. mmm einum of girnó, væri hægt að setja sultu á milli líka, til að búa til hálfgerða djöflatertu? :)

  ReplyDelete
 2. jimundur þessi er SVAKALEG!! ég NB ELSKA þetta blogg þitt...aðdáandi nr. 1! Kveðja frá Berlin

  ReplyDelete
 3. Þessi er rosalega girnileg nammm! Þarf kakan að kólna áður en maður setur kremið á?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já, það er mjög mikilvægt svo kremið bráðni nú ekki ;)

   Delete
 4. Var eitthvað að flýta mér og setti bara púðursykurinn en þrátt fyrir það var kakan frábær bara borðuð með betri samvisku:9

  ReplyDelete
 5. Notarðu blástur í ofninum eða undir og yfirhita?

  ReplyDelete
 6. Frábær og einföld uppskrift hjá þér meistari! Til lukku með nýja þáttinn þinn!

  ReplyDelete