Nú er sá tími sem að margir eru í prófum þ.á.m. ég sjálf og þá er agalega mikilvægt að huga að því hvað maður lætur ofan í sig. Ótrúlega auðvelt að detta í þann gír að borða lítið yfir daginn og enda á einhverjum skyndibitastað af því stressið verður svo mikið að það virðist ekki vera tími fyrir almennilega máltíð. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir hvern og einn að gefa sér tíma í hádegis-og kvöldmat. Sérstaklega í prófum, þurfum að hugsa extra vel um okkur á meðan á þeim stendur svo við séum nógu orkumikil fyrir lesturinn. Það tekur ekki einfaldlega ekki langa stund að útbúa góða máltíð.
Í kvöld þá lagaði ég mér kjúklingabringu í spínatspergilkálsmauki.
Ég byrjaði á því að berja kjúklingabringuna með buffhamri þannig að hún yrði nánast alveg flöt. Ég hrærði saman eitt egg og smá sítrónusafa. Velti kjúklingabringunni upp úr egginu og því næst velti ég henni upp úr smá speltmjöli. Lagði hana til hliðar á meðan ég útbjó spínatspergilskálsmaukið
¼ Spergilkálshaus, notaði bara toppana. Semsé skar stóru stilkana frá, lét í blandarann í ca. 3 mínútur. (Mjög hægfara með blandara, nú set ég matvinnsluvél á óskalistann fyrir jólin). Bætti handfylli af spínati, 1.msk af olíu, 1.tsk. Af fetaost, dass af salt og pipar saman við og blandaði í góðar 5 mínútur. Þá var maukið tilbúið. Tók kjúklingabringuna og velti henni upp úr þessu ljúffenga mauki sem ilmaði vel, nuddaði maukinu vel á bringuna.
Setti smá olíu á pönnu og steikti í ca. 2 mínútur á hvorri hlið. Reif niður smá hvítlauk vegna þess að ég var of sein að fatta að setja það saman við maukið, prufa það næst.
Inn í ofn við 180°í 20 - 25 mínútur.
Ég var með einfalt meðlæti, spínat og tómata. Bragðið var dásamlegt og kjúklingabringan sérlega safarík.
Fljótlegur, ljúffengur og orkumikill kvöldverður.
Mæli með að þið prufið.
Datt hérna inn af tilviljun í seinustu viku og finnst svo gaman að lesa bloggin þín! Þetta er klátlega eitthvað sem ég á eftir að prófa !...
ReplyDeleteHlakka til að prufa þessa!
ReplyDeleteEn er samt spenntust að sjá blogg um hvað er í boði á morgun!
mmmmmm... sjúllís girnó!!!
ReplyDeleteKynntist blogginu þínu fyrir stuttu og er ótrúlega hrifin af því og öllum girnilegu uppskriftunum þínum. Fékk að prófa þessa kjúllauppskrift í gær og hún var bara einum of góð!! :)
ReplyDeletekv. Maren
Takk fyrir og gaman að heyra að þér þótti kjúklingurinn góður Maren. =)
ReplyDeleteVotta þér mína innilegustu samúðar vegna fráfalls föður þíns. Hans verður sárt saknað.
ReplyDeleteEn varðandi uppskriftirnar þínar, þá eru þær, þær bestu sem ég hef lesið og gert. Ég er ekki mikill kokkur (leiðist eldamennska frekar) en að fara eftir uppskriftunum þínum er allgjör snilld. Svo stuttar og góðar uppskriftir og allt kemur út svo dásamlega gott.
Vildi bara þakka þér fyrir að deila þessari dásemd með okkur hinum og ég óska þér alls hins besta.
Með kærri kveðju......Kristín