260 gr. Speltmjöl ( 130 gr. gróft og 130 gr. fínmalað)
25 gr. Ger
2.5 dl. Heitt vatn
2 msk. Ólífu olía
2 tsk. Santa María kryddblanda
1 msk. Graslaukur
50 gr. Fetaostur
Fylling:
1oo gr. Fetaostur
150 gr. Philadelphia rjómaostur með hvítlauks-og kryddbragði.
3 tómatar, skornir smátt niður
Santa María kryddblanda
Aðferð:
- Hitið ofninn á 200°C
- Blandið þurrefnunum vel saman, hellið vökvanum út í og hrærið vel í nokkrar mínútur.
- Látið deigið hefast á hlýjum stað í 30 - 40 mínútur. (Gott er að setja heitt vatn í vaskinn og láta skálina standa ofan í)
- Hnoðið vel deigið og fletjið út. (Gott er að setja smá hveiti undir deigið svo það festist ekki við borðið)
- Deigið er smurt með philadelphia rjómaostinum og tómötum er síðan bætt við sem og kryddblöndunni. Ca. 1 msk.
- Lokið brauðinu og penslið með smá smjöri.
- Inn í ofn í ca. 30 mínútur.
Stráið smá hveiti yfir deigið
Ferlega gott brauð sem á alltaf vel við.
Vonandi eigið þið góðan sunnudag og njótið þess að slappa af svona rétt áður en að ný vika hefst.
xxx
xxx
Almáttugur minn hvað þetta er girnilegt hjá þér! Þú ert snillingur :-)
ReplyDeleteVá bloggið þitt er algjör snilld! Get alveg gleymt mér við að skoða allar þessar girnilegu uppskriftir. Mér finnst líka æðislegt hvað þú ert dugleg að setja myndir með :) ég mun klárlega vera fasta gestur hér.
ReplyDeletegirnilegt! en hvernig krydd notarðu, sé ekki nógu vel hvað stendur utan á því?:)
ReplyDeleteKryddið heitir Pasta Rossa að mig minnir, það inniheldur hvítlauk, chili m.a. :)
ReplyDeleteÞetta er æðislegt hjá þér! Gullfallegar myndir, æðislegar færslur og maturinn.... orð eru óþörf.
ReplyDeleteEn mig langar að spyrja. Seturðu blönduna bara í kantana eins og þú sýnir á myndinni?
Þetta er frábært brauð, bakaði það um daginn :)
ReplyDeleteTakk annars fyrir að deila öllum þessum ótrúlega girinilegu uppskriftum!