Wednesday, November 30, 2011

Kjúklingur í pestósósu

Kjúklingur í flýti er afskaplega þægilegur réttur og ótrúlega bragðmikill, ég geri þennan rétt mjög oft og er alltaf jafn hrifin af honum. Mér finnst best að bera hann fram með fersku salati og kartöflum, venjulegum og sætum. Njótið vel kæru vinir. 

Kjúklingur í pestósósu 

fyrir fjóra til fimm 

1 pk. kjúklingabringur (4 bringur) 
1 krukka rautt eða grænt pestó 
1 krukka fetaostur 
salt og pipar 

Aðferð:

Blandið fetaostinum(og olían fer líka)  saman við pestóið. Skolið bringurnar og leggið þær í eldfast mót, gott er að skera bringurnar í tvennt. Kryddið til með salti og pipar. Hellið pestó-og fetablöndunni yfir kjúklingabringurnar. Setjið réttinn inn í ofn í 30 - 35 mínútur við 180°C. 

Ég var með einfalt meðlæti með réttinum í þetta sinn, skar niður venjulegar og sætar karöflur í litla teninga. Setti kartöflur í eldfast mót, dreifði svolítið af olíu yfir og kryddaði til með salti og pipar. Inn í ofn við 180°C í 35  - 40 mínútur. 










Ég vona að þið njótið vel

xxx

Eva 

11 comments:

  1. Mmmmh var alveg of gott hjá þér ljúfust! Sigurbjörg var líka alveg sjúk í matinn hjá frænku sinni!;)

    ReplyDelete
  2. Allt svo ofur girnó sem þú gerir ! x

    Ég kíki reglulega hingað inn þó svo að við þekkjumst 0.

    En þú þarft að setja facebook like takka á síðuna ;)

    Kv.

    Hanna

    ReplyDelete
  3. Það kemur líka vel út að setja t.d. döðlur með í þetta mix - þær verða svoldið karmellukenndar :)
    Kv. Ásta

    ReplyDelete
  4. Eldaði þetta í gær, sló í gegn á mínu heimili frábært blogg :)

    ReplyDelete
  5. mmm gerði þetta um daginn, rosa gott :) takk fyrir þetta Eva :*

    kv. Eyrún J

    ReplyDelete
  6. Var að enda við að prufa þessa uppskrift!! ótrúlega gott og einfalt! ég og vinkonur mínar bókstaflega borðuðum á okkur gat :) Takk

    ReplyDelete
  7. Varstu með rauðlauk líka með kartöflunum? Og finnst þér eitthvað eitt pestó betra en annað? Annars er þessi réttur algjört æði!

    ReplyDelete
  8. Er ekki jafngott að hafa grænt pestó ?

    ReplyDelete
  9. Rosalega góð og einföld uppskrift! Mæli hiklaust með henni!
    Takk fyrir mig :)

    ReplyDelete
  10. Takk fyrir okkur! Frábær réttur. :-)

    ReplyDelete