Friday, November 18, 2011

Ritzkex hjúpaður Camenbert

Ég elska camenbert, ég elska ritxkex og ég elska góða sultu. Hví ekki að blanda þessu öllu saman í ljúffengan smárétt? Þessi réttur er að mínu mati gudómlega góður. 

Ritzkex hjúpaður Camenbert

1/2 Pakki Ritzkex
2. Egg
Ca. 100 gr. Hveiti
1. Camenbert ostur

 1. Setjið kexkökrunar í blandarann í smá stund.       2. Svona eiga kökurnar að líta út

 Þá byrjar föndrið. 

 Camenbert osturinn skorinn í litla bita

 1. Ofan í eggjaskálina                                 2. Ofan í hveitiskálina

 3. Síðast en ekki síst, ofan í Ritzkex skálina. 

 Þá er þetta tilbúið til þess að fara í ofninn. Inn í ofn við 180°C í 6 - 8   mínútur. (Misjafnt eftir ofnum, fylgist með ostinum, um leið og hann er farin að bráðna þá er hann tilbúinn )

Ég segi ykkur það satt, með góðri sultu þá er þetta dásamlegt.

Ég mæli hiklaust með að þið prufið þetta kæru vinir.

xxx

Eva Laufey Kjaran

7 comments:

  1. guð ég slefaði yfir lyklaborðið!!

    ReplyDelete
  2. mmmm... Þetta verð ég sko að prófa !!! :)

    ReplyDelete
  3. mmmmm, þetta verður sko prófað :)

    ReplyDelete
  4. Ahh þetta eiginlega bara bráðnaði hjá mér og var ekki næstum jafn girnilegt og það lítur út hjá þér :) Enn bragðgott samt, var ég kannski með þetta á of háum hita, þó svo að þetta hafi verið á 180° :/ ?

    ReplyDelete
  5. Æ æ. Þá er kannski spurning um að hafa þetta styttra hjá þér næst, ofnar geta verið ansi misjafnir. En gott að þetta bragðaðist vel, það er fyrir öllu :)

    ReplyDelete
  6. MÁ PRÓFA ÞETTA MEÐ SKÓLAOSTI?

    ReplyDelete
  7. Guð ég bara hugsaði um þetta stanslaust frá því ég las bloggið þitt og prófaði þetta í kvöld, lak aðeins um plötuna en næst ætla ég bara að hafa ostinn í minna formi og í styttri tíma en guðdómlega gott. Takk fyrir frábært blogg. :)

    ReplyDelete