Saturday, November 5, 2011

Njóttu dagsins í dag, hann kemur aldrei aftur.




 Er nokkuð dásamlegra en góð kaka á köldum vetrardegi.
Kakó, kökusneið og notaleg stund með fjölskyldunni. Mér finnst fátt jafn yndislegt. 
Hér kemur uppskrift af einfaldri gulrótarköku, uppskriftina fékk ég hjá mömmu minni. Kakan er sérlega góð og ekki skemmir að hafa smá rjóma með. :)
 Uppskriftin er í bollastærðum. (venjulegum kaffibollum) 
 Botn: 
1 1/2 Bolli matarolía
3 Bollar Rifnar gulrætur
2 Bollar púðursykur
4 Egg
2 Bollar hveiti
2 tsk. Matarsódi
1 tsk. Salt
3 tsk. Kanill
1 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
Aðferð:
Smyrjið tvö hringlaga form.  
Þeytið egg og sykur saman, bætið gulrótum, matarolíu og vanillu extract eða dropum saman við. Blandið hveiti, matarsóda, salti og kanil saman í aðra skál. Þurrefnunum er síðan blandað saman við eggjahræruna. Bakið í 30 - 40 mínútur við 170°C.  
 Krem:

250 gr. Flórsykur
200 gr. Philadelphia hreinn rjómaostur
1 tsk. Vanilla extract (eða vanilludropar)
2 - 3 sítrónudropar.
Hrærið öllu saman í nokkrar mínútur, gætið þess að hræra ekki of lengi svo að kremið verði ekki of lint.
Kreminu er smurt á milli botnanna og yfir kökuna.

Ljúffeng þessi elska.

xxx 


No comments:

Post a Comment