Helgi enn á ný. Þessi helgi leggst svo yndislega vel í mig... að því leytinu til að ég eyði henni með góðu fólki og ljúffengum mat. Ójá, ég segi það satt. JólaBrunch í turninum á morgun með fögrum píum. Seinna um daginn fer ég út að borða og í leikhús með fallega manninum mínum og vinafólki okkar. Þetta gæti nú ekki verið betra.. Ég hugsa ekki um neitt annað en jólapurusteik, þess vegna verð ég að hlaupa einn extra sprett í kvöld ef ég á njóta mín til fulls á morgun.
Í kvöld gerði ég vel við mig með góðri grænmetissúpu, ég er mikil súpukerling og að mínu mati er töframáttur í súpunni. Góð í maga og næringarrík! Ég tók það grænmeti sem ég átti til í ísskápnum og skar niður í litla bita og lét það malla í rúma klukkustund, með því að sjóða hana svona lengi þá verður súpan dásamlega bragðmikil.
Paprika, laukur, spergilkál, gulrætur,kartöflur, vatn, ½ kjúklingateningur og ¼ grænmetisteningur.
Einfaldara verður það ekki – en ég segi ykkur það að þið verðið ekki vonsvikin. (Rúsínan í pylsuendanum er að mínu mati að strá smá rifnum osti yfir súpuna og blanda saman við) Súpan verður örlítið djúsí fyrir vikið en það má nú alveg á föstudagskvöldi.
Njótið ykkur um helgina og munið að gera vel við ykkur, það er nú einu sinni helgi!
No comments:
Post a Comment