Monday, November 7, 2011

La Dolce Vita...

Mánudagur alla leið í dag, veðrið ferlega leiðinlegt. Rúmar þrjár vikur eftir af skólanum, sem þýðir að prófin eru að nálgast.
En það þýðir líka að jólin eru að  nálgast. 
Jólabarnið í mér er í þann mund að springa, ég væri vís til þess að byrja í jólakökubakstri um helgina en nei, ætla að bíða með það pínulítið lengur.
 Í dag útbjó ég plan, ánægja dagsins var sú að ég náði tilsettum markmiðum fyrir daginn í dag og vonandi get ég skrifað hérna n.k. sunnudag að ég hafi náð að uppfylla þau markmið sem ég hef sett mér út þessa viku.
 Það er einhver undarlega góð tilfinning þegar að maður nær að klára markmiðin sín. 

Önnur ánægja var mintu-cappucino sem Agla vinkona var búin að dásama í bak og fyrir, ég varð jú að prófa. Þetta var dásemd, svo Agla hafði rétt fyrir sér. Þá sjaldan :-) 
Hugurinn minn er í útlöndum.. ég gaf honum frí eftir lesturinn og hann er búinn að vera í útlöndum í kvöld. Sumarið var dásamlegt, ferðaðist mikið og stendur Parísar ferðin okkar Hadda upp úr. Yndisleg ferð. 
Ég hlakka til að fara út í desember í smá huggulegheit með famelíunni. Lövlí. 




xxx

No comments:

Post a Comment