Saturday, November 17, 2012

Eplapæ með ís og karamellusósu.

 Nýbakað eplapæ með ís og karamellusósu, það er svo sannarlega algjört sælgæti. 
Ég geri oft eplapæ, þau eru bæði mjög einföld og ótrúlega góð. Mamma mín er á landinu og það er veisla á hverju kvöldi, algjört dekur. Í gær þá var mamma með dýrindis máltíð handa okkur fjölskyldunni svo ég ákváð að gera eplapæ sem tókst vel til. Pæið kláraðist og vorum við ansi södd og sæl í gærkvöldi.
Ég æla að deila með ykkur uppskrift af dásamlegu eplapæi.

 Eplapæ

 5 - 6 græn epli
2 tsk kanill
2 msk sykur
70 grömm súkkulaði
 1. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið þau í litla bita. 2. Blandið sykri og kanil saman í skál. Blandið kanilsykrinum saman við eplin. Dreifið eplunum því næst í eldfast mót. 
3. Skerið súkkulaði í litla bita og dreifið yfir eplin. 
Að mínu mati er líka voða gott að nota súkkulaðirúsínur og salthnetur. 
Deig

150 g sykur
150 g smjör, við stofuhita
150 g hveiti
50 g haframjöl 
50 g kókosmjöl

Hnoðið öllu saman með höndunum.

5.  Dreifið hveitiblöndunni yfir eplin dásamlegu. 6. Bakið í ofni við 180°C í 40 - 45 mínútur. 
Ilmurinn af pæinu er yndislegur.
Gott er að bera eplapæið fram með ís og karamellusósu. Ég mæli með GOTT karamellusósunni, mér finnst hún sérlega góð. Svo er auðvitað hægt að gera karamellusósu. 

 Ljúffengt eplapæ sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég mæli með að þið prufið þessa uppskrift um helgina kæru vinir. 

xxx
Eva Laufey Kjaran

6 comments:

  1. Ætla að spreyta mig á þessari á laugardaginn. Fékk babyshower afsökun til að baka! ;)

    ReplyDelete
  2. hvar fær maður gott karamellusósuna ?

    ReplyDelete
  3. Er algjört tabú að nota rauð epli? Ef svo hvers vegna?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Alls ekki tabú að nota rauð epli en mér þykir græn betri, það er allt önnur áferð á eplunum að mínu mati. En eplapæið er engu að síður ljúffengt með rauðum eplum.

      Delete
  4. Sæl og blessð, fyrir hvað marga er þessi uppskrift ?

    ReplyDelete