Thursday, November 8, 2012

Snyrtivörur

Ég nota snyrtivörur daglega eins og flestir. Það eru nokkrar snyrti-og hárvörur í snyrtitöskunni minni sem eru að mínu mati mjög góðar. Hér fyrir neðan þá sjáið þið myndir af vörum sem eru í uppáhaldi hjá mér. 
 1. Foxy Curls frá Bed Head. Ég er með frekar liðað hár og þessi hárfroða hentar því afar vel fyrir mitt hár. 2. Hársprey frá Bed Head 3. Sjampó frá Redken, virkilega gott að mínu mati. Ég er með viðkvæman hársvörð og get alls ekki notað hvaða sjampó sem er. 5. Moroccanoil. Ég var búin að heyra mikið um hana og ákvað að prufa, ég mæli með að þið gerið slíkt hið sama ef þið eruð t.d. með þurrt hár. Hárið á mér er allt annað eftir að ég byrjaði að nota olíuna. 
 1. Kanebo, fljótandi farði 2. Helena Rubinstein concealer, sá besti sem ég hef prufað 3. Púður frá MAC 4. Dagkrem frá Sóley. Húðin á mér er ansi þurr og sérstaklega yfir vetrartímann, þetta dagkrem hentar minni húð afskaplega vel og kremið er lífrænt í þokkabót. 5. Andlitsmaski frá académié. 
 Kinnalitir, varalitir og augnskuggar frá MAC eru í miklu uppáhaldi. Bobbi Brown augnskuggarnir eru líka ótrúlega góðir. Ég kaupi mér yfirleitt blautan eyeliner frá GOSH, mér finnst hann reglulega góður og svo er hann frekar ódýr. Ég kaupi eiginlega aldrei sama maskarann, hef ekki enn fundið þann eina rétta. Sá sem ég nota núna er frá Maybelline. 
Ég er búin að nota þetta ilmvatn í nokkur ár. Lacoste - Touch of pink.
Frískandi og létt lykt sem ég fæ ekki nóg af.

xxx

Eva Laufey Kjaran

6 comments:

  1. Hæ væri til í að heyra meir af olíunni sem er búin að bjarga þurra hárinu, hvernig notar þú hana og hvernig finnst þér hún hafa hjálpað ?
    Takk fyrir skemmtilegt blott, kveðja Anna.

    ReplyDelete
  2. bloGG auðvitað ! :)

    ReplyDelete
  3. Eg er sammala tvi og myndi lika vilja vita hvar er haegt ad kaupa oliuna :-)

    ReplyDelete
  4. http://siggalund.is/videos/moroccanoil-thad-heitasta-i-dag/

    fæst á sumum hárgreiðslustofum, solid, primadonna, hár og dekur starmýri, hárgreiðslustofu hrafnhildar í hraunbæ, og fullt fleiri

    ReplyDelete
  5. Sæl ég á líka Foxy Curls frá Bed Head en ég einhvernvegin hef aldrei orðið ánægð með útkomuna.
    Seturðu hana í blautt eða þurrt hár?

    ReplyDelete