Friday, November 16, 2012

Sushi Samba og gott kaffi

 Ég og elsku Gunnhildur vinkona ákváðum að gera vel við okkur í hádeginu, það er nú einu sinni föstudagur.
Mér finnst það afskaplega mikilvægt að hitta fjölskyldumeðlimi og vini í hádeginu á virkum dögum, borða góðan mat og spjalla.

 Að gera sér  dagamun er nauðsynlegt. 

Við fórum og fengum okkur ljómandi gott sushi á Sushi Samba. Það veitingahús stendur nú alltaf undir væntingum. Fyrsta skipti sem ég borða þar í hádeginu og mæli ég hiklaust með því að þið njótið þess að borða gott sushi með ykkar fólki í hádeginu á Sushi Samba. 
 Ég setti upp húfuna sem ég fékk í jólagjöf í fyrra, Gunnhildi fannst ég fyndin með þessa húfu og ég tek undir með henni. Fyndin húfa en mjög hlý, það er nú aðalatriðið. Gunnhildur klikkaði alveg á því að mæta með hlýja húfu en hún var afskaplega sæt og fín í dag, eins og alltaf að vísu. 
Eftir ljúffengt sushi þá fengum við okkur kaffi og röltum niður laugaveginn.

Sumsé, ferlega ljúft hádegi með góðri vinkonu. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment