Friday, November 9, 2012

Kökur er manns gaman.

 Fyrir ári síðan þá var ég beðin um að baka uppáhalds kökuna mína fyrir kökublað Gestgjafans. 
Ég bakaði skyrköku sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hef birt uppskriftina af henni á blogginu. Það var sannkallaður draumur í dós fyrir kökukerlinguna að fá að vera með í kökublaðinu. 

Á þessu ári hef ég verið svo ótrúlega heppin að fá að skrifa fyrir Gestgjafann og í þessu kökublaði þá gerði ég kökuþátt í anda Magnolía. Kökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég viðurkenni fúslega að mér líður hvergi betur en þegar ég fæ að dúllast í kökum. Ég er því óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið það tækifæri að skrifa fyrir Gestgjafann. 

Ég elska að fá tækifæri til þess að gera eitthvað sem ég virkilega gaman af, að fá fiðring í magann og fá að vinna með svo flottu fólki og læra af þeim. Eins og ég nefndi hér fyrir ofan, þá er það draumur í dós fyrir kökukerlingu eins og mig. 




 Hamingjusöm kökukerling

Ég mæli með að þið nælið ykkur í eintak af glæsilegu kökublaði Gestgjafans. Það eru svo margar girnilegar uppskriftir sem ég hlakka til að prufa. Ég var svo heppin að fá að smakka nokkrar af kökunum sem eru í blaðinu og þær voru hverri annarri betri. Sannköllu kökusæla! 
Annars er ég mjög ánægð með að það sé að komin helgi. Mamma mín er komin til landsins og ætla ég að eyða helginni í rólegheitum heima við. Lærdómur og huggulegheit með fjölskyldunni. 

Ég vona að þið eigið góða helgi kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment