Saturday, November 24, 2012

Ostasalat


Ég átti mjög gott kvöld með vinkonum mínum í gær. Við drukkum rauðvín, fengum okkur allskyns góðgæti að borða og spjölluðum um allt og ekki neitt. Það var orðið verulega langt síðan að við áttum svona ljúft kvöld.

Við vorum auðvitað með smá veitingar, ég kom með ostasalat sem er í miklu eftirlæti hjá mér. Virkilega gott að bera það fram með ritz kexi eða snittubrauði. 

OSTASALAT

1 mexíkóostur
1 hvítlauksostur
1 dós sýrður rjómi
1 1/2 msk grískt jógúrt
1 rauð paprika, smátt söxuð
1/4 púrrulaukur, smátt saxaður
vinber, magn eftir smekk

Aðferð:

Hrærið sýrða rjómanum og gríska jógúrtinu saman. Skerið ostana niður í litla bita og blandið saman við sósuna. Skerið papriku og púrrulauk smátt og blandið saman við. Skerið að lokum nokkur vínber, magn fer eftir smekk. Ég læt svolítið vel af vínberjum vegna þess að mér finnst þau svakalega góð. Blandið þeim saman við og hrærið vel í salatinu. Að mínu mati er salatið betra ef það fær að standa í nokkrar klst. í ísskápnum áður en það er borið fram.

Ég mæli hiklaust með að þið prufið!

Evurnar tvær, Fríða og Agla. 
Virkilega gott kvöld með þessum elskum!

Ég vona að þið eigið ljúfan laugardag framundan.

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment