Friday, November 2, 2012

Huggulegheit í vondu veðri

Veðrið er ansi slæmt í dag eins og þið hafið nú eflaust tekið eftir. Ég fór ekki suður í morgun vegna veðurs og er því búin að vera heima við í dag. Kveikt er á mörgum kertum og nú ráða huggulegheit ríkjum. Mér dettur ekki til hug að vesenast eitthvað út úr húsi í dag. Ég fékk til mín góða gesti í smá kaffi áðan. Mikið sem það var nú huggulegt.
 Ristað brauð með allskyns áleggi.

Ferskir ávextir
 Smoothie í kampavínsglasi. 

Berjadraumur 

Frosin ber
Skyr 
Superberries safi 
Hörfræ

Magn eftir smekk. Allt sett í blandara í nokkrar mínútur. 

Sannkallaður gleðdrykkur
 Það er algjör nauðsyn að fá sér eitthvað smá sætt með kaffinu. 

Ég mæli með að þið kveikið á kertum, hitið ykkur heitt súkkulaði og komið ykkur vel fyrir upp í sófa með teppi. Þetta er algjörlega veður til þess að hafa það sérstaklega huggulegt. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

No comments:

Post a Comment