Þegar að ég var yngri og mamma var að baka þá stóð ég yfir henni og reyndi að hjálpa til, ég var þó einungis bara að létta henni verkin svo ég myndi nú örugglega fá sleifina sem allra fyrst til þess að sleikja deigið af henni. Mér fannst svo gaman að fylgjast með mömmu minni baka og elda, ég dáðist af henni hvað hún væri nú flínk. Einn daginn skyldi ég sko baka á hverjum degi.
Þá gæti ég líka borðað eins mikið deig og ég vildi!
Á meðan að kakan var í ofninum þá danglaði ég mér í eldhúsinu, fylgdist með kökunni lyftast. Það var frekar erfitt að bíða á meðan að kakan kólnaði og kremið gat farið á. En þegar að kakan var komin á borðið og mamma leyfði okkur að dreifa kókosmjöli yfir þá var hamingjan í hámarki.
Nú þegar að ég skrifa þetta niður þá líður mér eins og ég sitji við eldhúsborðið á Suðurgötunni og njóti mín til hins ítrasta.
Þá gæti ég líka borðað eins mikið deig og ég vildi!
Á meðan að kakan var í ofninum þá danglaði ég mér í eldhúsinu, fylgdist með kökunni lyftast. Það var frekar erfitt að bíða á meðan að kakan kólnaði og kremið gat farið á. En þegar að kakan var komin á borðið og mamma leyfði okkur að dreifa kókosmjöli yfir þá var hamingjan í hámarki.
Nú þegar að ég skrifa þetta niður þá líður mér eins og ég sitji við eldhúsborðið á Suðurgötunni og njóti mín til hins ítrasta.
Skúffukaka
Ég var að fletta í gegnum norsk matarblöð og rakst á ansi ljúffenga uppskrift að súkkulaðiköku sem ég varð að prufa. Ég sameinaði þá uppskrift við gamla uppskrift sem er frá henni ömmu minni. Útkoman var að mínu mati ansi dásamleg.
5 egg
3 dl sykur
5 dl hveiti
1 1/2 dl vatn
3 msk kakó
3 msk kakó
2 msk sterkt kaffi, uppáhellt
300 g smjör
1 tsk vanillusykur
3 tsk lyftiduft
100 g dökkt súkkulaði
Aðferð:
Hitið ofninn í 200 °C
1. Þeytið saman egg og sykur í nokkrar mínútur, þar til blandan verður létt og ljós
2. Sigtið þurrefnin saman og bætið saman við
3. Bræðið smjörið og bætið því saman við deigið.
4. Bætið vatninu og kaffinu saman við að lokum.
5. Smyrjið stórt eldfast mót eða ofnskúffu, mér finnst langbest að setja bökunarpappír líka. Þá verður mjög auðvelt að ná kökunni upp úr forminu eða skúffunni.
6. Hellið deiginu í formið
7. Grófsaxið dökka súkkulaðið og dreifið yfir.
8. Bakist við 200 ° C í 17 - 20 mínútur.
Súkkulaði á súkkulaði, held að það verði ekki betra.
Hér er kakan klár til þess að fara inn í ofninn.
Kælið kökuna mjög vel áður en þið setjið á hana kremið.
Einfalt súkkulaðikrem
100 g smjör, brætt
100 g flórsykur
3 msk sterkt kaffi, uppáhellt
3 - 4 msk kakó
Öllu blandað saman í hrærivél í nokkrar mínútur.
Mér finnst gott að dreifa kókosmjöli yfir kökuna
Berið kökuna gjarnan fram með ískaldri mjólk.
Hver biti er algjör sæla
Kaffitíminn var sumsé virkilega notalegur.
Ég vona að þið hafið átt góða helgi kæru vinir
xxx
Eva Laufey Kjaran
Sæl og takk fyrir frábæra síðu!
ReplyDeleteVar bara að velta fyrir mér hvort að það væri ekkert kakó í skúffukökunni sjálfri? Sé það ekki í uppskriftinni.
kv.
Svana
Júhú það á sko að vera kakó í uppskriftinni. Mér lá svo á að setja inn uppskriftina í dag að ég gleymdi kakó-magninu. En ég er búin að laga þetta núna. Takk fyrir ábendinguna Svana =)
Deleteprófaði þessa köku, hún er æði :) dásamlegt blogg annars :)
ReplyDeletekkv Jóhanna
Mikið er ég ánægð að heyra það Jóhanna. Takk fyrir að skoða bloggið <3
DeleteSæl
ReplyDeleteÆðislegt blogg hjá þér - kíki hingað reglulega :)
Ein spurning hvað er skúffans tór sem þú notar ? tók eftir því á myndinni að þetat er ekki venjuleg ofnskúffa