Ég er sérlega mikið fyrir sushi og gæti borðað það á hverjum degi. Ég gríp oft með mér sushibakka í hádeginu eða á kvöldin þegar að mig langar í eitthvað ferskt og gott. Ég hef stundum búið til sushi með vinkonum mínum og það er mjög skemmtilegt, ég tengi sushi mikið við huggulegar stundir með vinkonum. Það er fátt betra en að eiga gott kvöld með vinkonum, sushi og góðu hvítvíni.
Ég hef lengi verið að leita að góðu hvítvíni með sushi, ég vil ekki hafa það of sætt og alls ekki of þurrt. Það má heldur ekki vera of sterkt bragð því þá getur það kæft dásamlega fiskibragðið. Ég hef fundið hið fullkomna hvítvín með sushi, að mínu mati auðvitað. Gerard Bertrand Chardonnay Reserve Speciale heitir vínið og kemur frá Frakklandi, létt og frískandi vín sem hentar einstaklega vel með fiski. Mig langar til þess að mæla með þessu víni ef þið eruð með sushi eða fisk um helgina.
Maren systir mín keypti dásamlegt sushi og bauð okkur upp á í kvöld, við höfðum því miður ekki tíma í dag til þess að búa til okkar eigið sushi en sushibakkarnir frá TokyoSushi slá alltaf í gegn.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Sushi er æði, ég þarf svo að læra að búa það til. Ertu til að búa til pistil og vera með smá kennslu hehe.
ReplyDeleteKv. Inger Rós
Það er algjört æði, já ég á eftir að koma með sushi-pistil. Vonandi mjög fljótlega :)
Delete