Saturday, January 19, 2013

Ljúfur laugardagur

 Ég fór í mjög skemmtilega frambjóðendaferð Vöku í gær og þar var mikið fjör og skálað fram á nótt. Ég fór þess vegna alltof seint að sofa og vaknaði snemma þar sem við í menntamálanefnd SHÍ vorum að halda málþing sem gekk ótrúlega vel og ég ætla að deila með ykkur von bráðar nokkrum myndum af þinginu sem ég er svo ánægð með. 
 Þegar að ég kom heim áðan þá byrjaði ég á því að hita mér heitt súkkulaði, kveikti síðan á nokkrum kertum, lét Elvis minn á fóninn og er nú búin að koma mér vel fyrir upp í sófa með matreiðslublöð og tímarit. Huggulegheit á þessum bæ.
 Það er kökuklúbbur á morgun. Ég ætla að baka einhverja köku og er því að fletta í gegnum bækurnar/blöðin mín. Verst hvað það er nú erfitt að velja því uppskriftirnar eru hver annari girnilegri. 

Ég vona að þið eigið ljúfan laugardag kæru vinir. 

xxx

Eva Laufey Kjaran

6 comments:

  1. Hvar er hægt að fá svona yndisfagran bleikan bolla eins þú notar? :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þetta eru dásamlegir bollar frá PIP studio, ég fékk mína bolla í Noregi en þær fást í Borð fyrir 2 á laugarveginum :)

      Delete
  2. Kósý :) Hvar keyptiru þennann fallga bolla?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þetta eru dásamlegir bollar frá PIP studio, ég fékk mína bolla í Noregi en þær fást í Borð fyrir 2 á laugarveginum :)

      Delete
  3. Hver tekur svona flottar myndir?

    ReplyDelete
    Replies
    1. haha, ég og svo fær greyið Haddi stundum að taka myndir líka ;)

      Delete