Monday, January 14, 2013

Uppáhalds súkkulaðibitakökurnar.

Á köldum vetrarkvöldum þá er einstaklega huggulegt að baka súkkulaðibitakökur og njóta með köldu mjólkurglasi. Súkkulaðibitakökurnar eru bæði mjög einfaldar og ljúffengar.  Ég tók saman þrjár uppskriftir sem eru í miklu eftirlæti hjá mér.  

Njótið vel kæru vinir.
Súkkulaðibitakökur með hvítu og dökku súkkulaði. Ég baka þessar kökur mjög oft og þær eru svakalega góðar, þær eru líka uppáhaldi hjá mömmu minni svo mér finnst gaman að baka þær fyrir hana. 

OREO súkkulaðibitakökur. Þessar kökur eru dásamlegar, algjört sælgæti.
Appelsínu-og súkkulaðibitakökur. Rjómaostur, appelsínur og hvítt súkkulaði. Þrenna sem getur ekki klikkað. 

Mæli með að þið prufið þessar uppskriftir.

xxx

Eva Laufey Kjaran

1 comment: