Wednesday, January 2, 2013

Brúðkaupsterta

Þann 29.desember gekk systir mín að eiga unnusta sinn hann Andra. Athöfnin var ótrúlega falleg og veislan virkilega flott. Systir mín var sú allra fallegasta, algjör drottning. 

Ég var beðin um að baka brúðartertuna og auðvitað sló ég til, ég var þó svakalega stressuð um að þetta myndi misheppnast hjá mér en ég var ósköp ánægð þegar ég fékk að heyra að kakan hefði smakkast vel. 

Súkkulaðimarensbotnar með berjum og súkkulaðimús á milli, kremið var hvítt súkkulaðikrem. Þessi samsetning kom vel út að mínu mati og ég var ánægð með kökuna. 
Rósamunstrið er verulega rómantískt og á vel við á brúðkaupstertur, ég notaði 1M stút frá Wilton til þess að búa til rósirnar. 
Ég fékk kökustandinn að láni og hann var skreyttur í Blómavali á Akranesi. Mér finnst þessi kökustandur virkilega fallegur og kökurnar tóku sig vel út á honum. 

Pínu stressandi verkefni en jeremías eini hvað ég var ánægð að þetta tókst vel til. Virkilega skemmtilegt að fá að baka brúðartertuna fyrir fallega fólkið mitt. 

xxx

Eva Laufey Kjaran


10 comments:

  1. Rosa flott og girnilegt!
    hvernig geriru Súkkulaðimarensbotn?
    ertu með uppskrift af þessu? :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það Helga. Já ég ætla að setja uppskriftina inn sem allra fyrst.

      Delete
    2. vá frábært :) hlakka til að prófa hana :D

      Delete
  2. FALLEGAR tertur hjá þér, eins og allt sem frá þér kemur :)

    kv. Bogga

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það elsku Bogga! Mikið þykir mér vænt um að heyra það <3

      Delete
  3. Rosalega falleg terta og flottar uppskriftir hjá þér :) hef prófað ansi margar og allt jafn gott. Ég bíð spennt eftir uppskriftinni af brúðartertunni ;)Kv. Inga Fríða

    ReplyDelete
  4. Hæhæ, var komin inn uppskrift af þessari köku? :)

    ReplyDelete
  5. Hvar finn ég uppskriftina af þessari girnilögu köku? kv. Guðný

    ReplyDelete