Gleðilegan föstudag kæru vinir. Föstudagsblómin komin á sinn stað og nú má helgin koma.
Ég var kynnir ásamt Maríu Rut á listakynningu Vöku í gær og mikið sem það var nú gaman, fullt af nýjum andlitum og fjör í mannskapnum. Nú má kosningafjörið byrja!
Ég var kynnir ásamt Maríu Rut á listakynningu Vöku í gær og mikið sem það var nú gaman, fullt af nýjum andlitum og fjör í mannskapnum. Nú má kosningafjörið byrja!
Um helgina þá ætlar nefndin mín sumsé menntamálanefnd SHÍ að halda málþing undir yfirskriftinni
"Hvað geta nemendur gert til þess að bæta gæði náms"
Ég er sérlega spennt fyrir þinginu og hlakka mikið til að heyra í bæði nemendum og kennurum. Dagurinn í dag hefur mestmegnis farið í að undirbúa þingið, en nú er allt að smella saman og þá er ég glöð. Seinna í dag er förinni heitið á Selfoss, þar ætla ég að eyða kvöldinu með frábæru fólki í Vöku.
Berjaboozt er í miklu eftirlæti hjá mér og ég elska að byrja daginn á því að fá mér þetta boozt. Í þetta boozt fer eftirfarandi: Frosið mangó, frosin bláber, frosin jarðaber, vanilluskyr, hörfræ og superberries safi. Dásamlega ferskt og gott boozt sem ég mæli með að þið prufið.
Ég vona að þið eigið dásamlega helgi, njótið þess að vera til, dúllið ykkur á náttfötunum, eldið góðan mat, bjóðið vinum í bröns, farið í göngutúr, horfið á skemmtilega mynd og útbúið eitthvað gott með sunnudagskaffinu og leyfið ykkur að vera smá löt. Þá má um helgar.
xxx
Eva Laufey Kjaran
Hvernig dagbók notarðu?
ReplyDelete