Þetta salat inniheldur kannski ekki mörg hráefni en engu að síður er þetta algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er nefnilega þannig að þegar góð hráefni eiga í hlut þá er algjör óþarfi að flækja málin. Einfalt, fljótleg og ómótstæðilega gott.
Caprese salat
- 1 askja kirsuberjatómatar
- 2 kúlur Mozzarella
- fersk basilíkublöð
- 1 pakki hráskinka eða eins og 6 hráskinkusneiðar
- 1 skammtur basilíkupestó
Basilíkupestó
- 1 höfuð fersk basilíka
- handfylli fersk steinselja
- 150 g ristaðar furuhnetur
- 50 g parmesanostur
- 1 hvítlauksrif
- safinn úr ½ sítrónu
- 1 dl góð ólífuolía
- salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
- Skerið kirsuberjatómata í tvennt og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið þá til með salti og pipar. Bakið við 180°C í 20 mínútur.
- Útbúið pestóið á meðan tómatarnir eru í ofninum. Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, geymið í kæli þar til þið ætlið að bera réttinn fram.
- Raðið hráskinku á fallegt fat eða disk, rífið niður Mozzarella og dreifið yfir, raðið tómötum og basilíkublöðum ofan á.
- Að lokum setjið þið nokkrar matskeiðar af pestói yfir réttinn og berið einnig pestóið fram með réttinum í sér skál.
Ekki missa af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2 ;-)
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.
No comments:
Post a Comment