Monday, September 14, 2015

Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum


Helgin flaug áfram hratt og örugglega, ég eyddi helginni á vinnuhelgi í skólanum mínum. Að vísu fór ég líka á haustkynningu Stöðvar 2 á föstudaginn og skemmti mér konunglega með samstarfsfólki mínu, voruð þið búin að kynna ykkur haust dagskrána okkar? Hún er stútfull af frábæru efni, hér getið þið skoðað dagskrána nánar.  Eftir svona helgi þá þarf ég nauðsynlega að byrja daginn á góðum morgunmat og mig langar að deila með ykkur uppskriftinni að morgunbooztnum mínum. Ég fæ mér alltaf 1001 nótt þegar ég fæ mér boozt á Booztbarnum og þetta er mín útgáfa að 1001 nótt. Ljúffengur morgunverður með hnetusmjöri og döðlum... nammigott!


Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum

  • 200 g vanilluskyr frá MS
  • 1 banani 
  • 4 döðlur 
  • 1 msk gróft hnetusmjör
  • 1/2 msk chiafræ eða önnur fræ t.d. hörfræ
  • appelsínusafi, magn eftir smekk
  • klakar
Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið!
Ég vona að þið eigið stórgóða viku framundan.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir


Allt hráefnið sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups. 
No comments:

Post a Comment