Friday, September 18, 2015

Spaghetti Bolognese með einföldu hvítlauksbrauði


Í síðasta þætti af Matargleði Evu lagði ég áherslu á klassíska rétti og Spaghetti Bolognese eða hakk og spaghettí eins og við köllum það hér heim er án efa einn af þeim. Ég fæ aldrei leið á þessum rétt og elda hann aftur og aftur. Mjög einfaldur og á mjög vel við á haustin.

Spaghetti Bolognese


1 msk. ólífuolía
100 g beikon
1 laukur
2 stilkar sellerí
2 hvítlauksrif
600 g nautahakk
salt og nýmalaður pipar
1 nautakjötsteningur + 2 dl soðið vatn
1 krukka niðursoðnir tómatar
3 lárviðarlauf
1 msk tómatpúrra
fersk basilíka
Handfylli fersk steinselja 

Aðferð: 

1. Hitið smá ólífuolíu á pönnu.
2. Skerið niður beikon í litla bita og steikið þar til það er stökkt. Skerið sellerí, lauk og pressið hvítlauk. Bætið sellerí og lauknum út á pönnuna og steikið, bætið hvítlauknum saman við í lokin.
3. Bætið hakkinu út á pönnuna og kryddið til með salti og pipar. 
4. Þegar hakkið er tilbúið þá bætið þið 1 krukku af pastasósu út á pönnuna ásamt nautasoði.
5. Setjið þrjú lárviðarlauf saman við en takið þau upp úr réttinum áður en þið berið hann fram.
6. Saxið niður ferska steinselju og basilíku, sáldrið yfir hakkið.
7. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. 
8. Berið fram með Parmesan osti og nóg af honum. 

Einfalt hvítlauksbrauð

1 baguette brauð
ólífuolía
2 hvítlauksrif
1 dós sýrður rjómi
1 tsk dijon sinnep
salt og nýmalaður pipar
rifinn Mozzarella ostur
nýrifinn Parmesan ostur
steinselja

Aðferð:

Blandið saman sýrðum rjóma, pressuðum hvítlauk, ólífuolíu, salti og pipar í skál. Skerið baguette brauðið eftir endilöngu og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Smyrjið hvítlauksblöndunni yfir brauðsneiðarnar og sáldrið rifnum osti yfir. Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Saxið niður ferska steinselja og dreifið yfir brauðið þegar það kemur út úr ofninum.


xxx

Eva Laufey Kjaran HermannsdóttirAllt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups. 

No comments:

Post a Comment