Thursday, September 24, 2015

Mac & Cheese með beikoni og rjómasósu.


Í síðasta þætti mínum lagði ég áherslu á matargerð frá Bandaríkjunum og þessi réttur er einn þekktasti og vinsælasti rétturinn þar í landi. Ég gjörsamlega elska þennan rétt en hann inniheldur allt það sem mér þykir gott. Pasta, beikon, ost og rjóma... ég þarf ekki meira. Mæli með að þið prófið og ég vona að þið njótið vel. 


Ofnbakað Mac & Cheese 
  • 250 g makkarónupasta
  • 1 msk ólífuolía
  • 150 g beikon, smátt skorið
  • 300 g sveppir
  • 1 rauð paprika
  • 1 msk smátt söxuð steinselja
  • 1 msk smátt saxað tímían
  • 2 msk smjör
  • 1 laukur, sneiddur 
  • 500 ml matreiðslurjómi
  • 200 ml grænmetissoð (soðið vatn + einn græntmetisteningur)
  • 100 g rifinn Parmesan ostur
  • 100 g rifinn Cheddar ostur
  • 1 msk smátt söxuð steinselja
  • salt og pipar


Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Sjóðið makkarónupasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Hellið vatninu af og setjið pastað í eldfast mót.
  3. Hitið olíu á pönnu og steikið beikonið í nokkrar mínútur, bætið sveppum og papriku út á pönnu og steikið. Kryddið til með salti og pipar. Saxið niður ferskar kryddjurtir og dreifið yfir.
  4. Blandið beikonblöndunni saman við makkarónupastað.  
  5. Hitið smjör á pönnu, sneiðið niður einn lauk og steikið upp úr smjörinu í nokkrar mínútur við vægan hita eða þar til laukurinn verður mjúkur í gegn.
  6. Hellið matreiðslurjómanum og grænmetissoðinu saman við og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.
  7. Rífið niður Parmesan ost og Cheddar, setjið út í sósuna og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum. Kryddið til með salti og pipar.
  8. Hellið sósunni yfir pastað og blandið saman með skeið.
  9. Rífið niður nóg af osti t.d. Mozzarella og Cheddar og dreifið yfir formið. 
Eke missa af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. 

Njótið vel. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 


Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups. 

No comments:

Post a Comment