Saturday, February 13, 2016

Tikka Masala kjúklingur

Í síðasta þætti af Matargleði Evu fékk ég til mín góða gesti í indverska veislu með öllu tilheyrandi. Indverskur matur er brjálæðislega góður og fullkominn matur til að deila með góðum vinum. Aðalréttur kvöldsins var Tikka Masala kjúklingur sem við erum svo hrifnar af. Berið kjúklingaréttinn fram með raita sósu, hrísgrjónum og góðu naan brauði. 

Tikka masala kjúklingur

  • 3 hvítlauksrif
  • 1 msk rifið ferskt engifer
  • 3 msk sítrónusafi
  • 1 dl hrein jógúrt
  • 3 msk sítrónusafi
  • 1 tsk salti
  • ½ rautt chilialdin
  • 1 tsk kóríanderfræ
  • Handfylli saxað kóríander
  • 3 tsk garam masala 
  • 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita

Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita. Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur.

Sósan:
  • 2 – 3 msk ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 msk rifið engifer
  • ½ rautt chilialdin
  • 1 tsk túrmerik
  • 1 tsk cumin 
  • 1 tsk múskat
  • 2 msk tómatpúrra
  • 200 g hakkaðir tómatar
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 3 msk hrein jógúrt
  • 1 dl rjómi
  • handfylli ferskur kóríander

Aðferð: Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk, engifer og chili. Bætið kryddunum út á pönnuna og hrærið. Því næst fara hakkaðir tómatar, tómatpúrra, sýrður rjómi, rjómi og hrein jógúrt saman við. Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur og steikið kjúklinginn á meðan. Setjið kjúklinginn út í pottinn og leyfið sósunni að malla í 20 mínútur. Smakkið ykkur til með salti og pipar.


Missið ekki af Matargleðinni öll fimmtudagskvöld klukkan 19:25 á Stöð 2. 

Njótið vel. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir


Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í Hagkaup. 




1 comment:

  1. þetta lýtur alveg dásamlega út :) Geturðu sagt mér hvort þú varst með meira meðlæti en raita sósu, naan brauð og mér sýndist ég sjá mango chutney ?

    ReplyDelete