Thursday, September 24, 2015

Tryllingslega gott karamellupæ


Í síðasta þætti af Matargleði útbjó ég þetta tryllingslega góða karamellupæ sem er bæði fáránlega einfalt og fljótlegt. Ég kaupi yfirleitt karamellusósuna tilbúna í krukku en sósan fæst meðal annars í Hagkaup. Einnig er hægt að sjóða sæta niðursoðna mjólk í 2 - 3 klst en mjólkin breytist í ljúffenga karamellusósu. Þegar þið hafið ekki þessar 2 - 3 klst þá er í góðu lagi að kaupa hana tilbúna.. ég segi ykkur það satt. Ég elska að eiga nokkrar uppskriftir sem eru það einfaldar að ég get skellt í eina köku hvenær og hvar sem er. Ég mæli hiklaust með að þið prófið þessa um helgina, hún er æði. Var ég búin að segja æði? Ok. Nú er ég hætt. 

Karamellupæ með þeyttum rjóma og dökku súkkulaði 

Botn:
  • 250 g Digestive kexkökur
  • 150 g smjör
  • 2 tsk sykur
  • 50 g súkkulaði


Fylling:
  • 2 krukkur Dulce de leche karamellusósa (ca. 500 - 600 g samanlagt) 
  • 2 bananar
  • 200 ml rjómi
  • 1 tsk vanillusykur
  • 50 g súkkulaði

Aðferð:
  1. Setjið kex, smjör, sykur og súkkulaði í matvinnsluvél. Hellið blöndunni í hringlaga form helst lausbotna og þrýstið kexblöndunni í formið og upp með hliðum á forminu.
  2. Kælið botninn í hálftíma áður en þið setjið fyllinguna í hann.
  3. Fyllið botninn með karamellunni, skerið banana í sneiðar og raðið þeim yfir karamelluna. Þeytið rjóma með smá vanillusykri og dreifið yfir pæið.
  4. Saxið dökkt súkkulaði og sáldrið yfir. Kælið pæið mjög vel áður en þið berið það fram. 
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2. 

Njótið vel. 

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir


Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

7 comments:

  1. Hvernig karamellusósu get ég gert í staðin fyrir þessa karamellusósu? Ekki til þar sem ég bý....

    ReplyDelete
    Replies
    1. Er til niðursoðin sæt mjólk þar sem þú býrð? Ef ekki þá getur þú einfaldlega útbúið þína eigin karamellusósu eða keypt aðra tegund af sósu.

      Delete
  2. Hvernig matvinnsluvél myndir þú mæla með :) ?

    ReplyDelete